Lánveitingar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins

Mánudaginn 16. mars 2009, kl. 15:17:34 (5374)


136. löggjafarþing — 104. fundur,  16. mars 2009.

lánveitingar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

[15:17]
Horfa

fjármálaráðherra (Steingrímur J. Sigfússon) (Vg):

Herra forseti. Ég tek undir það með hv. þingmanni að það er mikilvægt að reiða fram upplýsingar jafnóðum og þær liggja fyrir og eftir þeim reglum sem um þær upplýsingar eiga að gilda. Ríkisstjórnin hefur reynt að gera þetta, t.d. með vikulegum blaðamannafundum þar sem við forustumenn stjórnarflokkanna greinum frá því sem er á dagskrá ríkisstjórnar þá vikuna og miðlum um það upplýsingum og svörum spurningum blaðamanna.

Ég geri ráð fyrir því að á slíkum fundi á morgun eða í öllu falli í þessari viku munum við kynna nýjar þjóðhagslegar upplýsingar sem hafa verið í vinnslu í fjármálaráðuneytinu og í framhaldinu verða þær kynntar fyrir almenningi. Síðan verður farið með upplýsingarnar sem tengjast samstarfinu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn nákvæmlega í samræmi við þær reglur sem þar gilda, þ.e. það sem gengur til stjórnarinnar verður gert opinbert daginn sem stjórnin tekur það fyrir og birtist þá á heimasíðu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þýddar verða þær upplýsingar sem íslenskur almenningur hefur áhuga á og til að hafa aðgang að á íslenskri tungu (Forseti hringir.) o.s.frv. Það verður reynt að sinna því upplýsingahlutverki (Forseti hringir.) eins vel og kostur er.