Fjármálaeftirlitið og bankarannsókn

Mánudaginn 16. mars 2009, kl. 15:37:04 (5386)


136. löggjafarþing — 104. fundur,  16. mars 2009.

Fjármálaeftirlitið og bankarannsókn.

[15:37]
Horfa

viðskiptaráðherra (Gylfi Magnússon):

Virðulegi forseti. Eins og ég sagði áðan tel ég að þessi mál séu þegar komin í nokkuð góðan farveg og reyndar næsta víst að mál eru þegar farin að fara á milli þessara tveggja stofnana eins og þau eiga að gera. Ég hef ekki verulegar áhyggjur af því að Fjármálaeftirlitið haldi einhverju leyndu fyrir saksóknaranum sem saksóknaranum væri einhver akkur í að sjá. Ég hef þá trú á Fjármálaeftirlitinu að það verði ekki með neina tilburði í þá átt.

Ég ætla hins vegar ekki að taka fram fyrir hendurnar á Fjármálaeftirlitinu og reyndar hef ég varla lagastoð til þess og skipa því að skila þessum skýrslum. Auðvitað verður lagastoðin til staðar ef frumvarp dómsmálaráðherra verður samþykkt.