Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins

Mánudaginn 16. mars 2009, kl. 16:21:57 (5404)


136. löggjafarþing — 104. fundur,  16. mars 2009.

samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins.

13. mál
[16:21]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Við þingmenn Vinstri grænna greiðum glöð atkvæði með þessari þingsályktunartillögu. Með samþykkt hennar er tryggt að lögfesting barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og aðlögun íslenskra laga að honum liggi fyrir 20. nóvember næstkomandi á 20 ára afmæli samningsins.

Þessi samningur var á sínum tíma, 1989, gríðarlega stórt skref, skuldbindandi samkomulag þjóða heims um sérstök réttindi börnum til handa óháð réttindum fullorðinna. Það er mjög mikilvægt að við skulum taka hann inn í íslensk lög ekki síst eins og hér hefur verið bent á til þess að dómstólar megi í störfum sínum taka mið af þessum merkilega sáttmála. Ég fagna þeim áfanga sem hér er náð.