Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins

Mánudaginn 16. mars 2009, kl. 16:22:54 (5405)


136. löggjafarþing — 104. fundur,  16. mars 2009.

samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins.

13. mál
[16:22]
Horfa

félags- og tryggingamálaráðherra (Ásta R. Jóhannesdóttir) (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég fagna mjög samþykkt þessa máls. Þetta er mikilvægt framfaraspor í réttindum barna á Íslandi. Eins og fram hefur komið eru í haust 20 ár síðan þessi samningur var lagður fram og því löngu tímabært að lögfesta ákvæði hans.

Ég hef á þingferli mínum flutt þó nokkur þingmál í þá veru að lögfesta ákveðin ákvæði í samningnum, sem eru reyndar í þessu þingmáli, og ég þakka hv. þm. Ágústi Ólafi Ágústssyni fyrir dugnað hans við að leggja þetta mál fram ítrekað. Ég verð að nefna hér einnig Rannveigu Guðmundsdóttur, fyrrverandi félagsmálaráðherra og þingmann, sem einnig var mikill baráttumaður fyrir því að þessi sáttmáli yrði lögfestur. Í lokin vil ég nefna að í félagsmálaráðuneytinu er verið að endurskoða barnaverndarlögin með (Forseti hringir.) þennan sáttmála að leiðarljósi.