Umræða um utanríkismál

Mánudaginn 30. mars 2009, kl. 15:44:52 (6074)


136. löggjafarþing — 117. fundur,  30. mars 2009.

umræða um utanríkismál.

[15:44]
Horfa

Forseti (Guðbjartur Hannesson):

Forseti upplýsir að í morgun var fundur í forsætisnefnd. Mál voru rædd í forsætisnefnd og síðan meðal formanna þingflokka. Þar var farið yfir lista yfir þær skýrslur sem liggja fyrir þinginu og munu þær verða ræddar áfram ef sérstakar óskir eru um að þessar skýrslur verði teknar fyrir áður en þingi lýkur. Mun forseti þá að sjálfsögðu skoða það. Hann hefur lagt þetta fram til að vekja athygli á hverjar lagalegar skyldur okkar eru og það hefur verið rætt í báðum þessum stofnunum forseta, í forsætisnefnd og hjá þingflokksformönnum.