Bjargráðasjóður

Mánudaginn 30. mars 2009, kl. 16:28:40 (6107)


136. löggjafarþing — 117. fundur,  30. mars 2009.

Bjargráðasjóður.

413. mál
[16:28]
Horfa

Sturla Böðvarsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Áður en gengið er til atkvæða um þetta frumvarp vil ég vekja athygli á því að um leið og sveitarfélögin hætta þátttöku og eru ekki lengur aðilar að starfsemi Bjargráðasjóðs er tekin ákvörðun um verulega lækkun á framlögum til sjóðsins auk þess sem hann er veiktur verulega með því að út úr honum eru teknar allar eigur og eignir og eignarhlutur sveitarfélaganna. Ég vil vekja athygli á þessu en tel frumvarpið að öðru leyti í lagi en sjóðurinn verður veikari en áður var og ég tel algjörlega nauðsynlegt að farið verði vandlega og rækilega yfir hvernig megi tryggja tekjur og þar með stöðu sjóðsins til þess að gegna sínu mikilvæga hlutverki, sem er fyrst og fremst til þess að verja og bæta upp áföll (Forseti hringir.) sem verða í íslenskum landbúnaði.