Rannsóknarstofnun um utanríkis- og öryggismál

Mánudaginn 30. mars 2009, kl. 16:36:58 (6111)


136. löggjafarþing — 117. fundur,  30. mars 2009.

rannsóknarstofnun um utanríkis- og öryggismál.

20. mál
[16:36]
Horfa

Björn Bjarnason (S) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Það hefur komið fram í umræðum fyrr í dag, m.a. í orðum hæstv. forseta, að vitaskuld er þörf á því að ræða um utanríkismál og upplýsa þjóðina um utanríkismál og stóra atburði utanríkissögunnar. Ég tel því að í sjálfu sér sé það verðugt verkefni að koma á laggirnar rannsóknarsetri á sviði utanríkis- og öryggismála. En ég er þeirrar skoðunar að þetta sé ekki rétti tíminn til þess að taka ákvarðanir um það að setja slíkar stofnanir á fót og þess vegna mun ég skila auðu við þessa atkvæðagreiðslu.