Greiðsluaðlögun fasteignaveðkrafna á íbúðarhúsnæði

Miðvikudaginn 08. apríl 2009, kl. 14:41:18 (7295)


136. löggjafarþing — 130. fundur,  8. apr. 2009.

greiðsluaðlögun fasteignaveðkrafna á íbúðarhúsnæði.

461. mál
[14:41]
Horfa

Birkir Jón Jónsson (F) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil aftur þakka hv. þingmanni fyrir góð svör og fagna því sérstaklega að aukinn stuðningur virðist vera við það almennt í þjóðfélaginu og líka í herbúðum Vinstri grænna að við horfum til einhverra leiða til þess að lækka lán heimilanna með einhverjum hætti. Ég vonast til þess að við munum getað tekið höndum saman um að fara í slíkar almennar aðgerðir. Vonandi verður Framsóknarflokkurinn í þeirri stöðu að afloknum kosningum, í ágætri samstarfi við Vinstri hreyfinguna – grænt framboð að geta ráðist í slíkar aðgerðir.