Fjármálafyrirtæki

Þriðjudaginn 14. apríl 2009, kl. 14:56:34 (7377)


136. löggjafarþing — 131. fundur,  14. apr. 2009.

fjármálafyrirtæki.

409. mál
[14:56]
Horfa

Frsm. viðskn. (Álfheiður Ingadóttir) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil aðeins vekja athygli hv. þingmanns á því að breytingar hafa orðið á skilanefndunum frá því þær voru skipaðar, og reyndar á tveimur af þremur. Mér er ekki kunnugt um að nokkrar breytingar hafi orðið á skipan manna í skilanefnd Landsbankans en það hafa svo sannarlega orðið mannabreytingar í skilanefndum hinna bankanna tveggja. Það hefur ekki valdið neinum sérstökum erfiðleikum í samskiptum við kröfuhafa. Það kemur jú alltaf maður í manns stað og við skulum vona að þannig verði það áfram.