Fjármálafyrirtæki

Miðvikudaginn 15. apríl 2009, kl. 12:18:50 (7512)


136. löggjafarþing — 132. fundur,  15. apr. 2009.

fjármálafyrirtæki.

409. mál
[12:18]
Horfa

Frsm. viðskn. (Álfheiður Ingadóttir) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég hef í rauninni ekki hugmynd um það og veit ekki til þess að verið sé að miðla, eins og hv. þingmaður spyr um, reynslunni héðan til Evrópusambandsins. Mér hefur nú virst af því sem maður hefur frétt af þeim vettvangi, þar sem íslenskir fulltrúar hafa verið, að þeir hafi átt fullt í fangi með að skýra stöðuna og viðbrögðin.

Það er rétt sem hér hefur komið fram í umræðunum að neyðarlögin, nóvemberlögin og svo aftur þessi lagasetning núna, sem nemur nóvemberlögin að mestu úr gildi, að allt þetta hefur sætt mikilli gagnrýni. Menn hafa efast um réttmæti setningar neyðarlaganna með tilliti til kröfuhæðar innlána og eins náttúrlega sættu nóvemberlögin töluverðri gagnrýni. Ég er því ekki viss um að af miklu sé að miðla. En vinnan við búin, að skilgreina eignir búanna, er eflaust eitthvað sem aðrir gætu lært af. En ég reikna með að það sé einmitt það sem menn eru að gera alls staðar annars staðar í heiminum.

Ég minni á, af því hér hefur verið mikið rætt um kröfuhafa og afstöðu þeirra, að í Lehman Brothers fengu kröfuhafar 2%. Það er því víða óánægja og víða er verið að reyna að koma eignum í verð, ekki bara á Íslandi.