Stjórn fiskveiða

Föstudaginn 12. desember 2008, kl. 15:46:04 (2204)


136. löggjafarþing — 55. fundur,  12. des. 2008.

stjórn fiskveiða.

114. mál
[15:46]
Horfa

Grétar Mar Jónsson (Fl):

Hæstv. forseti. Ég er á móti frumvarpi um stjórn fiskveiða. Það verður til þess að hækka leiguverð á aflaheimildum og verið er að gefa útgerðarmönnum tækifæri til að geyma meiri afla á milli ára með því að breyta 20% í 33%.

Hafrannsóknastofnun hefur mælt á móti þessu og sum sjómannasamtökin. Ef maður horfir á þetta út frá fiskifræðinni, þegar geyma má allt að 33% af úthlutuðum kvóta á milli ára, er nánast furðulegt að reyna að gera það. Ég er alfarið á móti frumvarpinu og segi nei.