Ráðstafanir í ríkisfjármálum

Laugardaginn 20. desember 2008, kl. 09:45:16 (2756)


136. löggjafarþing — 64. fundur,  20. des. 2008.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

243. mál
[09:45]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg):

Hæstv. forseti. Í þessum kafla hefjast árásir ríkisstjórnarinnar á aldraða og öryrkja. Í fyrsta skipti er lögum, sem voru sett þeim til varnar árið 1998, vikið brott. Í fyrsta skipti sem reynir á þessi lög er þeim vikið brott og það gerir Sjálfstæðisflokkurinn, við þekkjum hann af verkum hans frá stjórnarsetu síðan 1991, en nú erum við fyrir alvöru að kynnast Samfylkingunni, sem mun heita líka, að ég hygg, Jafnaðarmannaflokkur Íslands. Það þarf að fletta því upp hvort þetta er svo en sé það rétt, þá legg ég til að þetta verði tilefni til þess að Samfylkingin breyti nafni sínu og heiti hér eftir bara Samfylking og taki sér aldrei í munn orðið jöfnuður. (LB: Er þetta atkvæðaskýring?) Ég greiði atkvæði gegn þessu. (Gripið fram í.) Við greiðum atkvæði um tillögur Samfylkingarinnar um lagabreytingar Samfylkingarinnar sem fela í sér (Gripið fram í.) stórfelldar árásir á aldraða og öryrkja á Íslandi (Gripið fram í.) og nú hlær Samfylkingin.

(Forseti (StB): Forseti tekur eftir því að fólk kemur afskaplega hresst og vel vakandi til dagsins.)