Ráðstafanir í ríkisfjármálum

Laugardaginn 20. desember 2008, kl. 09:50:32 (2758)


136. löggjafarþing — 64. fundur,  20. des. 2008.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

243. mál
[09:50]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg):

Herra forseti. Hér verða vatnaskil í íslenskri heilbrigðisþjónustu. Ríkisstjórnin stefnir að því að selja inn á sjúkrahúsin á næsta ári og hyggst þyngja byrðar sjúklinga enn og þá sérstaklega þeirra sem eru svo hundveikir að þeir verða að vera rúmliggjandi inni á spítölunum. Þetta segir hinn svokallaði jafnaðarmannaflokkur Íslands að sé rétt forgangsröðun og þá vita menn það. Nú þegar greiða sjúklingar beint úr buddunni um 18% af kostnaði við heilbrigðisþjónustuna, um 20 milljarða kr. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem hér liggur fyrir á nú enn að bæta í það um 1.100 millj. kr. og með þessu ákvæði á að taka upp nýjan sjúklingaskatt upp á 360 millj. kr. og eins og ég segi þá verða þau vatnaskil að sjúklingar þurfa að borga fyrir að liggja á spítölum. Ég segi nei.