Ráðstafanir í ríkisfjármálum

Laugardaginn 20. desember 2008, kl. 09:51:51 (2759)


136. löggjafarþing — 64. fundur,  20. des. 2008.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

243. mál
[09:51]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F):

Herra forseti. Ég held að í þessu máli geti Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn hlakkað yfir því að standa við kosningaloforð sín þess efnis að einkavæða eigi sem flest í heilbrigðiskerfinu. Með þessu skrefi er fólk vanið við að það eigi að borga fyrir allt innan heilbrigðiskerfisins, alveg sama hvað það er. Talað er um 110 millj. sem koma hugsanlega inn með þessu nýja innlagnargjaldi og önnur gjöld sem eru rukkuð inni í kerfinu verða síðan hækkuð til að ná því sem vantar upp á þessar áætluðu 360 millj. Starfsmenn Landspítalans hafa m.a. bent á að hægt væri að ná þessum 110 millj. hreinlega með því að fara í framkvæmdir og sameina bráðamóttökurnar og geta þar með bæði fjölgað störfum og náð mikilli hagræðingu í rekstri spítalans, þannig að ekki þyrfti að leggja þessar auknu álögur á sjúklingana sjálfa. Því segi ég nei.