Fjáraukalög 2008

Laugardaginn 20. desember 2008, kl. 10:02:44 (2766)


136. löggjafarþing — 64. fundur,  20. des. 2008.

fjáraukalög 2008.

239. mál
[10:02]
Horfa

forsætisráðherra (Geir H. Haarde) (S):

Herra forseti. Í fjáraukalagafrumvarpinu er gert ráð fyrir sérstakri 125 millj. kr. greiðslu bóta til þeirra sem sættu misgjörðum á vistheimilum fyrir börn á sínum tíma og eru þær greiðslur hugsaðar í samræmi við skýrslu nefndar sem starfað hefur á mínum vegum um það mál. Ég vil greina frá því að, eins og þingheimi er kunnugt um, því miður hefur ekki unnist tími til að leggja fram frumvarp til bótagreiðslna á yfirstandandi þingi. Stefnt er að því að leggja slíkt frumvarp fram á vorþinginu og þá verður fyrirkomulag bótagreiðslnanna nánar útfært og ákveðið. Fjárveitingin sem hér er til afgreiðslu í frumvarpi til fjáraukalaga verður geymd til næsta árs og verður þá til ráðstöfunar í þessu skyni en að auki er gert ráð fyrir því að í fjárlögum fyrir árið 2009 verði sérstakt heimildarákvæði til frekari greiðslna ef væntanleg lög um þetta efni munu kveða á um slíkt.