Eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara

Laugardaginn 20. desember 2008, kl. 14:28:45 (2820)


136. löggjafarþing — 64. fundur,  20. des. 2008.

eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara.

246. mál
[14:28]
Horfa

Lúðvík Bergvinsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Fyrst kemur hv. þingmaður upp og skammar okkur fyrir aðgerðaleysi eða gagnrýni á það mál sem samþykkt var 2003 og vakið hefur mikla umræðu. Nú kemur hv. þingmaður í andsvari og skammar okkur fyrir að hafa flutt mál um þetta tiltekna efni. Þetta er dálítið kostulegt, virðulegi forseti, en ég held að ég þurfi ekki að hafa fleiri orð um þessa ræðu.