Eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara

Laugardaginn 20. desember 2008, kl. 15:14:45 (2837)


136. löggjafarþing — 64. fundur,  20. des. 2008.

eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara.

246. mál
[15:14]
Horfa

utanríkisráðherra (Ingibjörg Sólrún Gísladóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það var ekki röksemdafærslan fyrir því að ná árangri. Röksemdafærslan fyrir því að ná árangri var að flokkarnir hafa komið sér saman um veigamiklar breytingar á lögunum frá 2003 sem fela í sér að skerða forréttindi þessara hópa. Þetta er samkomulag á milli stjórnarflokkanna og þeir láta verkin tala.