Fundargerð 136. þingi, 19. fundi, boðaður 2008-11-04 13:30, stóð 13:34:43 til 17:22:03 gert 5 7:46
[prenta uppsett í dálka] [<-][->]

19. FUNDUR

þriðjudaginn 4. nóv.,

kl. 1.30 miðdegis.

Dagskrá:

Aðalmaður tekur sæti á ný:

Fjarvistarleyfi:

Lagt fram á lestrarsal:


Tilkynning um dagskrá.

[13:34]

Forseti tilkynnti að um kl. tvö færi fram utandagskrárumræða að beiðni hv. 3. þm. Suðurk.


Um fundarstjórn.

Mæting á fundi í viðskiptanefnd.

[13:35]

Málshefjandi var Höskuldur Þórhallsson.


Óundirbúinn fyrirspurnatími.


Rannsókn á hræringum á fjármálamarkaði.

[13:38]

Spyrjandi var Steingrímur J. Sigfússon.


Bankaráð ríkisbankanna.

[13:43]

Spyrjandi var Guðni Ágústsson.


Viðræður forsætisráðherra við Gordon Brown í apríl.

[13:49]

Spyrjandi var Jón Magnússon.


Frumvarp um eftirlaun.

[13:56]

Spyrjandi var Siv Friðleifsdóttir.


Samstarf um nýtt lagaumhverfi fyrir fjármálakerfið.

[14:02]

Spyrjandi var Ögmundur Jónasson.


Um fundarstjórn.

Orð þingmanns um eftirlaunafrumvarp.

[14:10]

Málshefjandi var Valgerður Sverrisdóttir.


Kosning sjö manna og jafnmargra varamanna til setu í Þróunarsamvinnunefnd til fjögurra ára, skv. 2. gr. laga nr. 121/2008 um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands.

Við kosninguna komu fram tveir listar með samtals jafnmörgum nöfnum og menn skyldi kjósa. Samkvæmt því lýsti forseti yfir að kosin væru án atkvæðagreiðslu:

Aðalmenn:

Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur (A),

Haukur Már Haraldsson kennari (A),

Sigfús Ólafsson viðskiptafræðingur (B),

Drífa Hjartardóttir framkvæmdastjóri (A),

Katrín Ásgrímsdóttir garðyrkjubóndi (B),

Guðrún Ögmundsdóttir, fyrrv. alþingismaður (A),

Ásgerður Jóna Flosadóttir stjórnmálafræðingur (B).

Varamenn:

Margrét Sigurgeirsdóttir kennari (A),

Guðrún Erlingsdóttir (A),

Maríanna Traustadóttir mannfræðingur (B),

Anna Þóra Baldursdóttir lektor (A),

Helga Sigrún Harðardóttir verkefnisstjóri (B),

Árni Gunnarsson, fyrrv. framkvæmdastjóri (A),

Pétur Bjarnason framkvæmdastjóri (B).


Kosning aðalmanns í bankaráð Seðlabanka Íslands í stað Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur til fyrsta þings eftir næstu almennar alþingiskosningar, skv. 26. gr. laga nr. 36 22. maí 2001 um Seðlabanka Íslands.

Fram kom ein tilnefning og þar sem ekki voru fleiri tilnefndir en kjósa skyldi lýsti forseti yfir að kosin væri án atkvæðagreiðslu:

Valgerður Bjarnadóttir sviðsstjóri.

Þar sem varamaður hafði verið kosinn aðalmaður lagði forseti til að nýr varamaður yrði kosinn. Fram kom ein tilnefning og þar sem ekki voru fleiri tilnefndir en kjósa skyldi lýsti forseti yfir að kosinn væri án atkvæðagreiðslu:

Guðmundur Örn Jónsson verkfræðingur.


Umræður utan dagskrár.

Staða á fjölmiðlamarkaði á Íslandi.

[14:15]

Málshefjandi var Guðni Ágústsson.


Losun brennisteinsvetnis af manna völdum í andrúmslofti, fyrri umr.

Þáltill. ÁI o.fl., 29. mál. --- Þskj. 29.

[14:48]

Umræðu lokið.
Tillagan gengur til síðari umræðu og umhvn.


Friðlýsing vatnasviðs Skjálfandafljóts, fyrri umr.

Þáltill. ÞBack o.fl., 34. mál. --- Þskj. 34.

[15:04]

Umræðu lokið.
Tillagan gengur til síðari umræðu og umhvn.

[15:36]

Útbýting þingskjala:


Hámarksmagn transfitusýra í matvælum, fyrri umr.

Þáltill. SF o.fl., 45. mál. --- Þskj. 45.

[15:36]

Umræðu lokið.
Tillagan gengur til síðari umræðu og sjútv.- og landbn.


Seðlabanki Íslands, 1. umr.

Frv. HöskÞ o.fl., 50. mál (ráðning bankastjóra). --- Þskj. 50.

[16:20]

Umræðu lokið.
Frumvarpið gengur til 2. umræðu og viðskn.

[16:51]

Útbýting þingskjala:


Áfengislög, 1. umr.

Frv. ÖJ o.fl., 54. mál (auglýsingar). --- Þskj. 54.

[16:52]

Umræðu lokið.
Frumvarpið gengur til 2. umræðu og allshn.


Fjárreiður ríkisins, 1. umr.

Frv. KHG, 55. mál (brottfall heimildar til greiðslu án heimildar í fjárlögum). --- Þskj. 55.

[17:05]

Umræðu lokið.
Frumvarpið gengur til 2. umræðu og efh.- og skattn.

Út af dagskrá voru tekin 6. og 11. mál.

Fundi slitið kl. 17:22.

---------------