Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 400, 136. löggjafarþing 226. mál: aukatekjur ríkissjóðs (niðurfelling skilmálabreytingagjalds fasteignaveðlána o.fl.).
Lög nr. 161 23. desember 2008.

Lög um breyting á lögum nr. 88/1991, um aukatekjur ríkissjóðs, með síðari breytingum.


1. gr.

     Við 2. mgr. 8. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Jafnframt er þinglýsing skilmálabreytinga á verðtryggðum fasteignaveðlánum vegna greiðslujöfnunar samkvæmt lögum nr. 63/1985, um greiðslujöfnun fasteignaveðlána til einstaklinga, undanþegin þinglýsingargjaldi.

2. gr.

     Á eftir orðunum „Leyfi til“ í 20. tölul. 1. mgr. 10. gr. laganna kemur: leikskólakennara.

3. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. laganna:
  1. 15. tölul. orðast svo: Innheimtuleyfi, sbr. 15. gr. laga nr. 95/2008 55.000 kr.
  2. 18. tölul. orðast svo: Endurnýjun leyfis skv. 15. og 17. tölul. 5.500 kr.


4. gr.

     Á eftir 1. mgr. 17. gr. laganna kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
     Fyrir afritun og afhendingu gagna með rafrænum hætti skal greiða 150 kr. fyrir hverja blaðsíðu, allt að tíu blaðsíðum, en 50 kr. fyrir hverja blaðsíðu umfram tíu.

5. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 18. desember 2008.