Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 360. máls.
136. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 707  —  360. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 71/2008, um breytingu á XIII. viðauka (Flutningastarfsemi) við EES-samninginn.

Frá utanríkismálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Högna S. Kristjánsson og Andra Júlíusson frá utanríkisráðuneyti og Ástríði Scheving Thorsteinsson frá samgönguráðuneyti.
    Með tillögunni er leitað er leitað heimildar Alþingis til staðfestingar á ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 71/2008, frá 6. júní 2008, um breytingu á XIII. viðauka (Flutningastarfsemi) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og til að fella inn í samninginn reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1315/2007 um öryggiseftirlit með rekstrarstjórnun flugumferðar og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 2096/2005.
    Skilgreint er í reglugerð nr. 1315/2007 umfang eftirlits gagnvart flugleiðsögu, auk flæðisstýringar flugumferðar ATFM (Air Traffic Flow Management) og loftrýmisstjórnunar ASM (Air Space Management). Í reglugerðinni er nánar fjallað um eftirlit með starfsleyfishöfum flugleiðsöguþjónustu, fyrirkomulag og mögulegt framsal úttekta, verklag varðandi frávik í úttektum og leiðréttingu þeirra og eftirfylgni auk eftirlits með breytingu á starfsemi leyfisskyldra aðila og endurskoðun/samþykki á verklagi vegna breytinga á þjónustu starfsleyfishafa o.fl.
    Innleiðing reglugerðarinnar kallar á lagabreytingar hér á landi, sbr. 196. mál þessa þings um breytingu á lögum um loftferðir.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt óbreytt.
    Kristinn H. Gunnarsson, Lúðvík Bergvinsson, Ragnheiður E. Árnadóttir og Þorgerður K. Gunnarsdóttir voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 11. mars 2009.



Árni Þór Sigurðsson,


form., frsm.


Þórunn Sveinbjarnardóttir.


Björn Bjarnason.



Siv Friðleifsdóttir.


Valgerður Sverrisdóttir.