Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 402. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 764  —  402. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um íslenskan ríkisborgararétt, nr. 100 23. desember 1952, með síðari breytingum.

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Bryndísi Helgadóttur og Fanneyju Óskarsdóttur frá dómsmálaráðuneyti.
    Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögum um íslenskan ríkisborgararétt sem lúta að undirbúningi og framkvæmd prófa í íslensku. Lagt er til að ráðherra geti falið Námsmatsstofnun eða öðrum sambærilegum aðila að annast undirbúning og framkvæmd prófa í íslensku og að ráðherra verði veitt heimild til að ákvarða prófgjald sem ætlað er að standa undir kostnaði við prófin og undirbúning þeirra, en ákvæði um þetta efni láðist að setja inn á sínum tíma.
    Fram kom að umsækjendur um ríkisborgararétt geta þreytt prófin án þess að hafa undirbúið sig formlega, þ.e. með setu námskeiðs o.s.frv. Gert er ráð fyrir að prófgjaldið standi undir kostnaði við prófin og verði hóflegt .
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt.
    Ólöf Nordal og Árni Þór Sigurðsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 19. mars 2009.



Árni Páll Árnason,


form., frsm.


Álfheiður Ingadóttir.


Birgir Ármannsson.



Ágúst Ólafur Ágústsson.


Sigurður Kári Kristjánsson.


Siv Friðleifsdóttir.



Jón Magnússon.