Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 429. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 841  —  429. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt á l. nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Friðrik J. Arngrímsson frá Landssambandi íslenskra útvegsmanna, Gunnar Val Sveinsson frá Samtökum ferðaþjónustu, Arthur Bogason frá Landssambandi smábátaeigenda, Jóhann Guðmundsson og Kristján Frey Helgason frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti og Magnús Daníelsson.
    Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, m.a. að ráðherra fái heimild til að leyfa takmarkaðar veiðar í fræðsluskyni og að leyfilegum heildarafla í karfa verði skipt upp í veiðar úr gullkarfa og djúpkarfa. Viðamesta breytingin er þó að settar verði ítarlegar reglur um frístundaveiðar sem fara fram á vegum ferðaþjónustuaðila. Frístundaveiðar við Ísland er nýr vaxandi þáttur í ferðaþjónustu hér á landi og aðeins örfá ár síðan slíkar veiðar hófust hér við land. Með frumvarpinu er ætlað að skýra og styrkja starfsumhverfi þessarar greinar ferðaþjónustunnar eins og hún snýr að markmiðum fiskveiðistjórnarinnar.
    Meiri hlutinn leggur til að gerð verði breyting á frumvarpinu. Lagt er til að ráðherra verði heimilað að setja nánari leiðbeiningar í reglugerð í tengslum við leyfi það sem tilgreint er í 1. tölul. 4. efnismgr. 2. gr., m.a. um fjölda sjóstanga og/eða færarúlla sem heimilt er að nota hverju sinni. Meiri hlutinn telur rétt að málið verði tekið til endurskoðunar í haust með hliðsjón af reynslu sumarsins.
    Meiri hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGU:



    2. málsl. 1. tölul. 4. efnismgr. 2. gr. orðist svo: Ráðherra setur frekari leiðbeiningar um þessi atriði í reglugerð.

    Karl V. Matthíasson skrifar undir álitið með fyrirvara.

Alþingi, 30. mars 2009.



Atli Gíslason,


form., frsm.


Helgi Hjörvar.


Karl V. Matthíasson,


með fyrirvara.



Herdís Þórðardóttir.


Magnús Stefánsson.


Jón Gunnarsson.



Valgerður Sverrisdóttir.


Einar K. Guðfinnsson.