Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 416. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 866  —  416. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um Ríkisendurskoðun, nr. 86/1997.

Frá fjárlaganefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Svein Arason, Inga K. Magnússon, Lárus Ögmundsson og Jón L. Björnsson frá Ríkisendurskoðun. Þá hafa nefndinni borist umsagnir frá fjármálaráðuneytinu og Ríkisendurskoðun.
    Við meðferð málsins kom fram af hálfu Ríkisendurskoðunar að í framkvæmd geti reynst erfitt að veita fjárlaganefnd beinan aðgang að gögnum sem hún aflar á grundvelli rannsóknarheimilda sinna skv. 1. mgr. 10. gr. laganna. Nefndin leggur til að stofnunin hafi í þeim tilvikum heimild til að veita upplýsingar í formi skýrslna eða greinargerða sem hún hefur tekið saman um fjárhagsmálefni þeirra aðila sem umræddar rannsóknarheimildir taka til enda hindri það ekki eðlileg eftirlitsstörf fjárlaganefndar.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGU:



    Við 1. málsl. efnismálsgreinar 1. gr. bætist: eða leggja fram skýrslu.


Alþingi, 31. mars 2009.



Gunnar Svavarsson,


form., frsm.


Ásta Möller.


Björgvin G. Sigurðsson.



Ellert B. Schram.


Guðjón A. Kristjánsson.


Illugi Gunnarsson.



Jón Bjarnason.


Kristján Þór Júlíusson.


Magnús Stefánsson.