Frumvarp um þjóðhagslega mikilvæg fyrirtæki

Föstudaginn 29. maí 2009, kl. 10:36:14 (597)


137. löggjafarþing — 12. fundur,  29. maí 2009.

frumvarp um þjóðhagslega mikilvæg fyrirtæki.

[10:36]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Það er mjög mikilvægt að hv. nefndir þingsins og hæstv. ráðherra vinni náið að því að finna góða lausn á þessu máli því það skiptir verulega miklu að fundin verði góð lausn.

Hv. þm. Tryggvi Þór Herbertsson lét bóka á þessum fundi eftirfarandi, með leyfi frú forseta:

„Tryggvi vill að fram komi í fundargerð að Mats hafi fengið tækifæri til að gera athugasemdir við frumvarpið á síðasta þingi en ekki hafi verið tekið tillit til athugasemda hans að öllu leyti. Þá hefur honum borist ensk þýðing á nýju frumvarpi í morgun ...“ — þ.e. rétt fyrir fundinn.

Það er spurning hvernig þetta fer saman við ummæli hæstv. fjármálaráðherra þann 19. maí þar sem hann segir við hv. þm. Tryggva Þór Herbertsson, með leyfi forseta:

„Ég vona að hv. þingmaður sé ekki að reyna að halda því fram að ég fari með rangt mál.“

En Tryggvi Þór Herbertsson segir að Mats Josefsson hafi ekki komið að gerð þessa síðara frumvarps.