Undirbúningur mögulegrar umsóknar um aðild að Evrópusambandinu

Föstudaginn 29. maí 2009, kl. 14:20:29 (651)


137. löggjafarþing — 12. fundur,  29. maí 2009.

undirbúningur mögulegrar umsóknar um aðild að Evrópusambandinu.

54. mál
[14:20]
Horfa

utanríkisráðherra (Össur Skarphéðinsson) (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Utanríkisráðherra skrifar aldrei undir samning eða staðfestir hann nema með fyrirvara, það liggur alveg ljóst fyrir.

Um það atriði sem hv. þingmaður er hér að reifa, ja, það er mál sem við skulum ræða um í utanríkismálanefnd og við skulum líka fá stjórnskipunarfræðinga til að ræða það við okkur. Við höfum lesið það í fjölmiðlum að þeir eru ekki alveg á eitt sáttir um það, það eru fleiri en ein leið sem því tengjast. Við skulum bara, eins og sæmir mönnum sem vilja undirbúa málin með vönduðum hætti, hlusta á öll sjónarmið í þeim efnum. (Gripið fram í.)