Undirbúningur mögulegrar umsóknar um aðild að Evrópusambandinu

Föstudaginn 29. maí 2009, kl. 14:22:21 (653)


137. löggjafarþing — 12. fundur,  29. maí 2009.

undirbúningur mögulegrar umsóknar um aðild að Evrópusambandinu.

54. mál
[14:22]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (F) (andsvar):

Frú forseti. Í ljósi þess að hæstv. utanríkisráðherra segist vera búinn að tyggja tillöguna og búinn að melta hana þá vakna nokkuð aðkallandi spurningar um það hvað hann ætlar að gera næst við hana. Í ljósi þessa líkingamáls hlýt ég að spyrja ráðherrann að því hvernig hann sjái fyrir sér feril tillögunnar og hvort hann muni þá beita sér fyrir því að hún verði samþykkt í utanríkismálanefnd og verði þar með grundvöllur að því verklagi sem utanríkismálanefnd notar í þessari vinnu sinni eða hvort hann sjái fyrir sér einhverja aðra atburðarás.