Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Fimmtudaginn 02. júlí 2009, kl. 13:31:48 (2411)


137. löggjafarþing — 33. fundur,  2. júlí 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[13:31]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég fer fram á að hæstv. forsætisráðherra verði viðstaddur þessa umræðu, enda er þetta líklega eitthvert mesta hagsmunamál í sögu þjóðarinnar og þegar hefur komið á daginn að hæstv. forsætisráðherra hvorki þekkir málið né skilur, svoleiðis að ég held að ráðherranum veiti ekki af því að vera við þessa umræðu til að setja sig þá inn í málið. Að sjálfsögðu fer ég einnig fram á að hæstv. fjármálaráðherra komi í salinn áður en umræður hefjast á ný.