Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Fimmtudaginn 02. júlí 2009, kl. 13:32:33 (2412)


137. löggjafarþing — 33. fundur,  2. júlí 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[13:32]
Horfa

Birkir Jón Jónsson (F) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég fer fram á það að hæstv. forseti fresti þessum fundi þangað til hæstv. forsætisráðherra og hæstv. fjármálaráðherra verða komnir hér í þennan sal og sýni þessari mikilvægu umræðu þá lágmarksvirðingu að vera við hana og geti þannig svarað þeim spurningum sem við þingmenn munum leggja hér fram. Ég beini því til frú forseta að gera hlé á þessum fundi í á að giska 10 mínútur þangað til hæstv. ráðherrar komast til umræðunnar. Annars er hún að vissu leyti nokkuð tilgangslaus ef þeir sem flytja málið eru ekki viðstaddir og svara ekki þeim spurningum sem við reiðum fram í umræðunni.