Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Fimmtudaginn 02. júlí 2009, kl. 14:45:51 (2441)


137. löggjafarþing — 33. fundur,  2. júlí 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[14:45]
Horfa

félags- og tryggingamálaráðherra (Árni Páll Árnason) (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég er að fara að halda mína ræðu sem fyrsti talsmaður míns flokks í þessari umræðu. Sama var að gera hv. þm. Valgeir Skagfjörð. Ég sakna formanns Sjálfstæðisflokksins í salnum undir ræðum okkar beggja. Hér komu fram fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks áðan með miklum lúðrablæstri og kölluðu eftir því að forustumenn ríkisstjórnarflokkanna væru staddir í þingsalnum þegar verið væri að ræða þessi mál.

Ég vil fá að bíða með að flytja ræðu mína þangað til formaður Sjálfstæðisflokksins kemur í salinn.