Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Fimmtudaginn 02. júlí 2009, kl. 15:05:44 (2447)


137. löggjafarþing — 33. fundur,  2. júlí 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[15:05]
Horfa

félags- og tryggingamálaráðherra (Árni Páll Árnason) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mig grunar að hv. þingmaður sé að rugla saman tvennu, að hann sé að rugla saman sameiginlegu viðmiðununum og minnisblaðinu sem ráðuneytisstjórinn í fjármálaráðuneytinu skrifaði undir. Ráðuneytisstjórinn í fjármálaráðuneytinu skrifaði undir Memorandum of Understanding sem er algengt form af milliríkjasamningum og hann skrifar undir það algjörlega án fyrirvara. Það er ekkert vikið þar að … (Gripið fram í.) um að það eigi að taka tillit til (Gripið fram í.) aðstöðu Íslands. (Gripið fram í.) Það stendur þarna „which will be fully (Gripið fram í.) guaranteed“, að það eigi að ábyrgjast þetta af íslenskum stjórnvöldum, (Gripið fram í.) bæði afborganir og vexti. Þetta stendur hér alveg kýrskýrt. (Gripið fram í.) Þetta er skuldbindingin. Undir þetta er skrifað. (Gripið fram í.)