Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Fimmtudaginn 02. júlí 2009, kl. 16:10:28 (2479)


137. löggjafarþing — 33. fundur,  2. júlí 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[16:10]
Horfa

Magnús Orri Schram (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég óttast að ef við setjum samninginn í uppnám að nýju verið hér fram undan tímabil óvissu og við munum setja alla okkar endurreisnarpólitík, okkar endurreisnarstarf í uppnám (SDG: Samningurinn …) sem þýðir að við munum setja atvinnulífið, endurreisnina hvað varðar heimilin og allt saman í uppnám og það kemur til með að kosta okkur miklu meiri peninga. (Gripið fram í.) Ég veit ekki betur en alveg síðan ég kom inn á þetta þing sé ég búinn að vera upp fyrir haus í einhverjum björgunaraðgerðum vegna aðgerða fyrri ríkisstjórna og þá lít ég langt aftur. (Gripið fram í.) Ég er búinn að vera upp fyrir haus og ætla ekkert þess vegna að hlusta á svona málflutning um að við séum ekki að gera neitt. Við erum á fullu allan daginn og alla nóttina. (Gripið fram í: Að reisa við heimilin?) Ég hlusta bara ekki á svona.

Ég er hérna í málefnalegri umræðu við hv. þingmann og vil halda henni áfram. Ég óttast að það komi til með að kosta okkur meiri pening ef við setjum málið á „hold“.