Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Fimmtudaginn 02. júlí 2009, kl. 21:02:56 (2545)


137. löggjafarþing — 33. fundur,  2. júlí 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[21:02]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Frú forseti. Mín persónulega skoðun er sú að fjárlaganefndin verði að hafa alla þá kosti sem um getur til að fara yfir þennan samning. Ef það kallar á útgjöld af hálfu fjárlaganefndar sem leita þarf til forsætisnefndar eða einhverra annarra nefnda tel ég sjálfsagt, hv. þingmaður, að við því verði orðið. Þetta er mál af þeirri stærðargráðu að milljón til eða frá getur ekki staðið í vegi fyrir því að þingmenn geti óskað eftir að færustu sérfræðingar fari yfir og meti þennan samning innan fjárlaganefndar.