Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Fimmtudaginn 02. júlí 2009, kl. 21:40:44 (2560)


137. löggjafarþing — 33. fundur,  2. júlí 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[21:40]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Á Alþingi starfa menn sem einstakir þingmenn en ekki sem flokkar. Hver þingmaður hlýðir bara sinni sannfæringu, frú forseti, ég ætla bara að benda á það. Mér virtist af ummælum hæstv. forseta að það sé nóg að einn maður tali fyrir sannfæringu fjölda hv. þingmanna. Það er bara ekki nóg. Það er ekki nóg að hv. samfylkingarþingmenn geti skýlt sér á bak við einn fulltrúa Evrópusambandsins á hinu háa Alþingi. Þeir hljóta að hafa sína sannfæringu og meiningu hver um sig, sjálfstæðan vilja og sjálfstæðan heila til að hugsa með.

Ég ætla að biðja hæstv. forseta að endurskoða þá afstöðu sína að það sé nóg að einstakir flokkar og fulltrúar þeirra tali hérna og síðan þurfi engin umræða að eiga sér stað. Er þá ekki bara best að senda allt þingið heim og láta (Forseti hringir.) þingflokksformennina tala hérna eingöngu?