Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Fimmtudaginn 02. júlí 2009, kl. 22:07:36 (2570)


137. löggjafarþing — 33. fundur,  2. júlí 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[22:07]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég ætla að spyrja hæstv. forseta um einmitt þetta atriði en samkvæmt upplýsingum sem ég fékk fyrr í kvöld frá þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins hafði verið gengið frá því að hætt yrði um kl. 10. Þær upplýsingar sem hæstv. forseti tilkynnir koma mér því verulega á óvart. Ég verð að játa að þó að vissulega sé hægt að halda þessum umræðum áfram held ég að það færi betur á því að halda umræðunni áfram á morgun og nýta tækifærið í millitíðinni til að gefa ráðherrum og hv. þingmönnum, einkum úr Samfylkingunni, tækifæri til að koma hingað og vera viðstaddir og taka þátt í þessari umræðu því að þeir eru greinilega forfallaðir í kvöld.