Aðildarumsókn að Evrópusambandinu

Föstudaginn 10. júlí 2009, kl. 13:31:46 (2891)


137. löggjafarþing — 38. fundur,  10. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[13:31]
Horfa

Frsm. meiri hluta utanrmn. (Árni Þór Sigurðsson) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég tel að það hafi komið skýrt fram í mínu máli að það er nákvæmlega þannig sem málið er hugsað af hálfu meiri hluta nefndarinnar og vísa ég sérstaklega til blaðsíðu 14 í nefndaráliti meiri hlutans. Þar segir, rétt fyrir ofan miðja síðu, með leyfi forseta:

„Að mati meiri hlutans verður ekki vikið frá þeim hagsmunum án undanfarandi umræðu á vettvangi Alþingis og leggur meiri hlutinn til að orðalagi þingsályktunartillögunnar verði breytt með hliðsjón af þessu.“

Þetta tel ég vera afdráttarlaust orðalag sem framkvæmdarvaldið hlýtur að taka mið af.