Aðildarumsókn að Evrópusambandinu

Föstudaginn 10. júlí 2009, kl. 13:33:45 (2893)


137. löggjafarþing — 38. fundur,  10. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[13:33]
Horfa

Frsm. meiri hluta utanrmn. (Árni Þór Sigurðsson) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég sé fyrir mér að ferlið verði nákvæmlega eins og því er lýst í nefndaráliti meiri hlutans, að hér verði haft samráð við utanríkismálanefnd Alþingis á öllum stigum málsins. Þar er jafnframt lagt til að hugsanlega verði settur á laggirnar starfshópur á vegum utanríkismálanefndar skipuðum einum fulltrúa frá hverjum stjórnmálaflokki sem hafi reglulegt samráð við utanríkisráðherra. Að sjálfsögðu ætlumst við til þess að þessu ferli verði fylgt. Ef fulltrúi og handhafi framkvæmdarvaldsins, utanríkisráðherra, hver sem hann er nú á hverjum tíma, fer ekki eftir þeim fyrirmælum sem Alþingi setur þá hefur Alþingi bara eitt úrræði og þingmenn vita hvað það er.