Aðildarumsókn að Evrópusambandinu

Föstudaginn 10. júlí 2009, kl. 14:43:43 (2911)


137. löggjafarþing — 38. fundur,  10. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[14:43]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta utanrmn. (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil bara segja um þetta að mér finnst liggja í þessum orðum sá skilningur að það kunni að vera þannig að þjóðin sé allt annarrar skoðunar en stjórnmálaflokkarnir í landinu. Ég hef ekki sannfæringu fyrir því að þetta mál sé þannig vaxið. Ég hef sannfæringu fyrir því að það verði aldrei samstaða meðal þjóðarinnar um að ganga í Evrópusambandið fyrr en tekist hefur um það pólitísk samstaða, fyrr en tekist hefur um það sátt milli stjórnmálaflokka sem hafa valist til forustu fyrir þjóðina. Þess vegna gef ég lítið fyrir þá hugmyndafræði að það geti tekist sátt um það að án einhverrar samstöðu um grundvallaratriði á pólitískum vettvangi, að það geti verið vilji til þess í þinginu að láta þjóðina fá samning sem enginn (Forseti hringir.) pólitískur stuðningur er við. Þetta á ég bara erfitt með að skilja.