Aðildarumsókn að Evrópusambandinu

Föstudaginn 10. júlí 2009, kl. 15:55:56 (2937)


137. löggjafarþing — 38. fundur,  10. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[15:55]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að ég og hv. þm. Pétur H. Blöndal verðum bara ekki sammála um þetta atriði. Evrópusamstarfið er samstarf sjálfstæðra og fullvalda þjóða. Þær hafa ákveðið í samráði að deila með sér ákveðnum þáttum ríkisvaldsins, og gera það. Það er til að styrkja hag þessarar þjóðar en ekki til að steypa henni í glötun. (PHB: Hvað um Icesave?) Ég held því fram að þjóðin væri mun betur sett núna ef við værum í Evrópusambandinu heldur en utan þess. Ég held að við kennum Evrópusambandinu ekki um Icesave. Ég held að kenna eigi íslenskum fjárglæframönnum um Icesave.