Aðildarumsókn að Evrópusambandinu

Föstudaginn 10. júlí 2009, kl. 16:15:26 (2945)


137. löggjafarþing — 38. fundur,  10. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[16:15]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég tek eftir því að Borgarahreyfingin hefur farið á námskeið að læra á trixin á Alþingi og hún lærði furðufljótt og bjó til lýðræðishalla. Því miður, ég veit ekki hvað þeir menn segja sem kusu hana á þing þegar hún er svona fljót að læra. Svo hafa þeir líka lært það núna að þjóðin getur ekki greitt atkvæði um þá einföldu spurningu: Eigum við að ganga í Evrópusambandið eða ekki? Henni er ekki treystandi fyrir því. Það er einföld spurning, já eða nei. Eigum við að sækja um eða eigum við ekki að sækja um? Ég veit ekki einfaldari spurningu. Þjóðinni er ekki treyst fyrir því að mati Borgarahreyfingarinnar.

Ég er hræddur um að Borgarahreyfingin hafi lært fullmikið á örstuttum tíma.