Aðildarumsókn að Evrópusambandinu

Föstudaginn 10. júlí 2009, kl. 18:37:29 (3003)


137. löggjafarþing — 38. fundur,  10. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[18:37]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Líklega erum við að túlka á sitt hvorn mátann þann texta sem er í þessu áliti. Með leyfi forseta, ætla ég að lesa hér býsna hratt upp held ég því klukkan gengur:

„Meiri hlutinn leggur áherslu á að skýr stuðningur við mjólkurframleiðslu og annan hefðbundinn búskap verði eitt af samningsmarkmiðum Íslands.“ — Það eru engin skilyrði fyrir því. — „Það á t.d. við um afnám tolla þar sem tollverndin hefur verið ein af stoðum íslensks landbúnaðar, ekki síst hefðbundins landbúnaðar. Er því mikilvægt að leita allra leiða til að búa svo um hnúta að stuðningi við landbúnað verði sem minnst raskað þótt ljóst sé“ — þótt ljóst sé — „að ákveðin breyting í uppbyggingu styrkjakerfisins muni eiga sér stað með aðild að sambandinu.“ (Gripið fram í.)