Aðildarumsókn að Evrópusambandinu

Mánudaginn 13. júlí 2009, kl. 16:36:36 (3170)


137. löggjafarþing — 42. fundur,  13. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[16:36]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Í upphafi máls míns vil ég misnota aðstöðu mína til að fylgja eftir smáatriði sem varðar síðustu orðaskipti hv. þm. Árna Þórs Sigurðssonar og hv. þm. Ragnheiðar E. Árnadóttur. Eiginlega held ég að mér hefði liðið betur ef hv. þm. Árni Þór Sigurðsson hefði svarað hv. þm. Ragnheiði E. Árnadóttur með þeim hætti að auðvitað yrði ekki farin ódýr leið, auðvitað yrði farin sú leið sem krefðist hvað vandaðastra vinnubragða, mestu sérfræðivinnunnar o.s.frv. en fjármálaráðuneytið bendir réttilega á að það sé miklu dýrari heldur en fara bara til Brussel og samþykkja allt sem Evrópusambandið segir.

En það er ekki það sem ég er kominn til að spyrja hv. þingmann um. Ég veitti því athygli að í svörum í óundirbúnum fyrirspurnatíma áðan sagði forsætisráðherra orðrétt: „Við skulum vona að atkvæðagreiðslan [þ.e. um ESB-málið] verði með þeim hætti að þessi ríkisstjórn starfi áfram.“ Hvernig skilur hv. þm. Árni Þór Sigurðsson þessi ummæli?