Aðildarumsókn að Evrópusambandinu

Þriðjudaginn 14. júlí 2009, kl. 14:51:25 (3223)


137. löggjafarþing — 43. fundur,  14. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[14:51]
Horfa

Frsm. meiri hluta utanrmn. (Árni Þór Sigurðsson) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég vil, vegna þessa með skilyrðin sem Framsóknarflokkurinn hefur samþykkt, bara segja það að öll efnisatriði úr samþykkt Framsóknarflokksins, öll, eru inni í nefndaráliti meiri hlutans, hvert eitt og einasta. (Gripið fram í.)

Þar að auki eru fjölmargir aðrir þættir sem ég hefði haldið að Framsóknarflokknum væru þóknanlegir sem ekki eru í flokkssamþykkt Framsóknarflokksins en eru hér inni. Hv. þingmaður ræddi um Íbúðalánasjóð. Um hann er fjallað á bls. 25 eða 26 í þessu nefndaráliti, þannig að það eru miklu fleiri atriði hér inni en voru í skilyrðum Framsóknarflokksins og það er settur þessi rammi utan um umboð stjórnvalda.

Varðandi tvöföldu þjóðaratkvæðagreiðsluna þá bara spyr ég enn og aftur, af því að þingmaðurinn vildi ekki svara því afdráttarlaust: Geta þingmenn Framsóknarflokksins samþykkt að fara í tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu nema spurningin í þeirri þjóðaratkvæðagreiðslu sé með öllum skilyrðum Framsóknarflokksins inniföldum?