Aðildarumsókn að Evrópusambandinu

Þriðjudaginn 14. júlí 2009, kl. 20:30:36 (3305)


137. löggjafarþing — 43. fundur,  14. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[20:30]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka þingmanninum ágæta ræðu. Nú voru Vinstri grænir sigurvegarar kosninganna og því vil ég spyrja hv. þingmann: Hvernig stendur á því að VG náði ekki meiru í samstarfi við Samfylkinguna, t.d. því sem sjálfstæðismenn náðu, að vera sammála um að vera ósammála um Evrópusambandið?

Svo vil ég taka undir það sem hann sagði um áróðursafl Evrópusambandsins þannig að aðildarsamkomulag verður væntanlega samþykkt með loforðum og hótunum eins og við þekkjum. Þá vil ég spyrja hv. þingmann: Eftir tíu ár þegar Ísland er orðið hérað í Evrópusambandinu, hvernig mun hv. þingmanni og öðrum þingmönnum Vinstri grænna líða með að hafa verið sú hækja sem Samfylkingin notaði til að haltra við inn í Evrópusambandið?