Upplýsingar varðandi ESB-aðild

Miðvikudaginn 15. júlí 2009, kl. 13:16:38 (3411)


137. löggjafarþing — 44. fundur,  15. júlí 2009.

upplýsingar varðandi ESB-aðild.

[13:16]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Hér lýsir forseti því yfir að hún hafi óskað eftir því að þessi skýrsla færi hér í ákveðinn farveg. Það berast hér tilkynningar úr utanríkisráðuneytinu um að þessi skýrsla sé trúnaðarmál. Hvar er málið statt, frú forseti?

Hér er ég með grein Haraldar Benediktssonar, formanns Bændasamtakanna, sem birtist í Morgunblaðinu í morgun þar sem hann er að vitna í þessa skýrslu. Hvernig stendur á því að þingmenn fá ekki að sjá þessa skýrslu? Verður þetta dregið til baka af utanríkisráðuneytinu og þessum trúnaði aflétt?

Hér segir, með leyfi forseta, í grein formanns Bændasamtakanna:

„Skýrslan er því ekki það vopn sem ESB-sinnar í utanríkismálanefnd vonuðust til að geta notað til að slá af málflutning bænda. Hún er því höfð í skúffu.“

Frú forseti. Ég óska eftir því að skúffuskýrslan komi samdægurs (Forseti hringir.) í hús.