Aðildarumsókn að Evrópusambandinu

Miðvikudaginn 15. júlí 2009, kl. 15:01:00 (3432)


137. löggjafarþing — 44. fundur,  15. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[15:01]
Horfa

Þórunn Sveinbjarnardóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Í umræðunni um þingsályktunartillögu um að sækja um aðild að Evrópusambandinu er mikið talað í ræðustóli um hvort tilteknir stjórnmálaflokkar fylgi stefnu sinni eða ekki og hverju þeir hafi lofað fyrir kosningarnar sem voru í apríl. Ég heyrði að hv. þm. Höskuldur Þór Þórhallsson ræddi það sérstaklega út frá afstöðu Vinstri grænna. Komin er fram tillaga frá hv. þm. Vigdísi Hauksdóttur sem mér skilst að sé nokkurn veginn samhljóða stefnu Framsóknarflokksins. Segjum sem svo að sú tillaga nái ekki fram að ganga, er þá ekki alveg öruggt að framsóknarmenn standa enn við sínar flokkssamþykktir og yfirlýsta stefnu Framsóknarflokksins og styðji að sótt verði um aðild að Evrópusambandinu?