Aðildarumsókn að Evrópusambandinu

Miðvikudaginn 15. júlí 2009, kl. 18:09:31 (3473)


137. löggjafarþing — 44. fundur,  15. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[18:09]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég virði mismunandi sjónarmið í þessu efni. Í mínum huga er ekki sáluhjálparatriði hvernig við förum inn í þessa vegferð þótt ég hlusti af athygli á sjónarmið sem fram hafa komið í því efni og geri ekki lítið úr þeim. Engu að síður er meginatriði í mínum huga að málið fái lýðræðislega meðferð, gagnstætt því sem gerðist haustið 1992 og fyrstu daga janúarmánaðar 1993 (Gripið fram í: Er ekki lýðræðislegt …?) undir verkstjórn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins sáluga. (Gripið fram í: Svara spurningunni.) Þá var þjóðinni neitað (Gripið fram í.) (Gripið fram í: Svaraðu spurningunni.) um lýðræðislega aðkomu. (Gripið fram í: Lýðræðislegt …) Hér eru fyrirheit um það og fest í lög og í þingmál að málið verði ekki til lykta leitt nema með samþykki meiri hluta þjóðarinnar. Það er meginmálið.