Aðildarumsókn að Evrópusambandinu

Miðvikudaginn 15. júlí 2009, kl. 18:15:31 (3479)


137. löggjafarþing — 44. fundur,  15. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[18:15]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Hæstv. ráðherra telur að drjúgur hluti þjóðarinnar vilji skoða aðild að Evrópusambandinu. Hæstv. ráðherra er hluti af Vinstri grænum sem unnu kosningasigur síðast og hvers vegna skyldu þeir hafa gert það? Vegna þess að þeir voru einir flokka eindregið á móti Evrópusambandinu. Er það ekki nægileg skoðanakönnun, frú forseti?

Ég vil skora á hæstv. ráðherra. Þegar menn taka ákvarðanir fórna þeir stundum minni hagsmunum fyrir meiri. Hér eru menn að taka ákvörðun til framtíðar, ekki fortíðar, sem getur þýtt að Ísland endi inni í Evrópusambandinu þegar áróðursmaskína þess fer í gang. Ég spyr hæstv. ráðherra: Hvaða hagsmunir eru meiri í hans huga en sjálfstæði og fullveldi íslensku þjóðarinnar?