Aðildarumsókn að Evrópusambandinu

Miðvikudaginn 15. júlí 2009, kl. 18:20:10 (3483)


137. löggjafarþing — 44. fundur,  15. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[18:20]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að við hæstv. heilbrigðisráðherra séum ekki alveg sammála um lýðræðið. Hann talar um að drjúgur hluti þjóðarinnar vilji fara inn í Evrópusambandið en samt er hann ekki tilbúinn að rökstyðja af hverju hann vilji ekki tvöfalda atkvæðagreiðslu, svo að fólkið okkar fái að kjósa um hvort það fari þessa leið.

Varðandi kostnaðinn. Ráðherrann taldi sig ekki vita á hverju þessir þúsund milljarðar væru byggðir. Ég skal útskýra það. Það er af nálguninni á viðræðurnar. Ódýrasta nálgunin er væntanlega þessi vika sem hæstv. ráðherra talaði um, þar sem ekki er lögð áhersla á samningsmarkmið og samningsviðræður. Dýrasta nálgunin kostar a.m.k. 1.000 millj., þ.e. viðræður með víðtæk samningsmarkmið sem væru undirbyggð með mjög mikilli sérfræðilegri greiningu, erlendri ráðgjöf og virku baklandi. Árið 2010 er áætlað að skera þurfi niður í heilbrigðisráðuneytinu, ráðuneyti hæstv. ráðherra, um 4.753 millj. Finnst hæstv. ráðherra í ljósi þess forsvaranlegt að verja 1.000 millj. í að fara í viðræður um samning sem ráðherrann er algerlega staðráðinn í að hafna?