Aðildarumsókn að Evrópusambandinu

Miðvikudaginn 15. júlí 2009, kl. 18:48:57 (3490)


137. löggjafarþing — 44. fundur,  15. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[18:48]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég kem upp hér um fundarstjórn forseta einfaldlega til þess að leita eftir því hvort hæstv. utanríkisráðherra sé í húsinu og hvort hann gæti hugsanlega verið viðstaddur ræðuna vegna þess að ég hafði í huga að beina ákveðnum spurningum til hans. Ef hæstv. utanríkisráðherra er í húsinu vildi ég gjarnan að honum yrði gert viðvart. Ef hann getur ekki verið hér til svara þá neyðist ég til þess að koma fram með þessar spurningar gagnvart honum sennilega seinna í umræðunni. Hins vegar vil ég spyrja forseta hvort mögulegt væri að fá hæstv. utanríkisráðherra til þess að koma hingað til að veita svör.