Aðildarumsókn að Evrópusambandinu

Miðvikudaginn 15. júlí 2009, kl. 20:39:16 (3507)


137. löggjafarþing — 44. fundur,  15. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[20:39]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka hv. þm. Guðlaugi Þór Þórðarsyni kærlega fyrir ræðu hans. Hún er efnismikil og góð eins og ég reiknaði með. Þingmaðurinn deilir sömu áhyggjum og við þingmenn Framsóknarflokksins. Það er ekki verið að huga að heimilum og fjölskyldum eins og hann kom inn á. Hér er verið að ræða um umsókn að Evrópusambandinu dag eftir dag. Því langar mig til að spyrja hv. þm. Guðlaug Þór Þórðarson: Telur hann að Íslendingar uppfylli nú Kaupmannahafnarsamkomulagið sem er að finna á bls. 6 sem er skilyrði þess að þjóð geti gengið inn í Evrópusambandið? Ef svo er ekki, er þá ekki mikil eyðsla í gangi að fara með a.m.k. 1.000 millj. í þetta verkefni sem Vinstri grænir ætla sjálfir að vinna á móti strax eftir hádegi á morgun um leið og atkvæðagreiðsla hefur farið fram ef þetta verður samþykkt?